miðvikudagur, mars 08, 2006

Bookmark and Share

það hlaut að vera


...ég var ekki að nenna að kíkja hingað sjálf því það var ekkert nýtt að frétta...var bara alveg búin að gleyma að það er undir mér komið að skrá fréttirnar!!! kjáninn ég.

Annars er alveg nóg að gerast hjá mér, það er bara ekkert voðalega fréttnæmt, svo er ég reyndar líka búin að vera óttaleg letibikkja. Við Kalli skelltum okkur reyndar austur síðustu helgi, ég þurfti að hlaða batteríin aðeins og tókst það með ágætum. Við þrifum og bónuðum bílinn og ég sópaði björgunarsveitarstöðina (óttalegir sóðar þessir björgunarsveitagaurar), svo rukum við á gemsana í fjárhúsinu og merktum þá með ofsa stórum merkjum þannig að auðvelt verður að bera kennsl á þá í réttunum í haust.

Linda systir átti afmæli þann 26. febrúar og bauð hún nokkrum skvísum heim í nett teiti. Eftir netta teitið var hringt í Böðvar og hann skutlaði mér, Lindu, Díönu og Sunnevu í bæinn þar sem hann var sko heldur betur málaður rauður!!!! Við héldum ekki heim á leið fyrr en undir morgun, eða rétt um hálf sjö! Það var nú meira stuðið.

Eeeeen...ég skal reyna að vera duglegri að skrifa, grunaði ekki að þessi síða væri svona stór hluti af lífi ykkar, kæru lesendur.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim