laugardagur, febrúar 11, 2006

Bookmark and Share

allt að verða vitlaust


ég vaknaði klukkan 2 í nótt við hávært píp. Ég fór fram og reyndi að átta mig á því hvað þetta væri og fattaði svo að þetta var brunavarnarkerfið frammi á gangi. Ég opna hurðina og þar eru tveir aðrir íbúar hæðarinnar mjög ringlaðir á náttfötunum, eins og ég. Ég spyr hvort þeir viti hvort kviknað sé í einhvers staðar, en enginn veit neitt. Svo fer ég út á svalir og lít upp með blokkinni, út á stigapallinn hinum megin og finn bara hangikjötslykt þar. Strákurinn hringdi í húsvörðinn og fór svo upp á hinar hæðirnar til að athuga málið. Kerfið hætti að væla og ekkert heyrðist sírenuvælið eða neitt slíkt og ég fór bara aftur í rúmið. Karlinn minn svaf þetta allt af sér! Ég segi nú bara eins gott að hann eigi konu sem sefur frekar laust og getur þá vakið hann ef það kviknar í einhvers staðar. Já, það er fjör í Frostafoldinni!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim