þriðjudagur, apríl 18, 2006

Bookmark and Share
Blundurinn var nú ekki svo langur, en nóg til að halda manni vakandi fram að háttatíma.

Boston er mjög skemmtileg borg, ég mæli með henni. Við skoðuðum ýmislegt, ekki bara í Boston heldur allt um kring. Við fræddumst heilmikið um byltinguna 1775, þegar landnemarnir börðust gegn Bretunum sem og réttarhöldin yfir nornunum frá Salem 1692. Auðvitað röltum við um borgina og versluðum smá. Svo skelltum við okkur á Boston Red Sox leik (fyrir ykkur sem hafið ekki grænan grum um hvað það er, þá er það hafnaboltalið í Major League Baseball deildinni). Við fengum mjög gott veður, það var sól og peysuveður nánast allan tímann. Semsagt mjög góð ferð.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim