laugardagur, apríl 22, 2006

Bookmark and Share

óvænt afþreying


Við Kalli fórum óvænt í leikhús í gær. Hann hringdi í mig rétt fyrir fimm í gær og spurði hvort mig langaði að sjá átta konur...semsagt leikritið Átta Konur sem er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu. Hann pantaði borð á Ítalíu og við snæddum þar fyrir leikhúsið. Leikritið var allt í lagi, stundum var reyndar svolítið erfitt að heyra og skilja hvað þær voru að segja, en eini karlmaðurinn í leikritinu, Kristján Ingimarsson, var mjög skemmtilegur.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim