þriðjudagur, júlí 25, 2006

Bookmark and Share

home sweet home


Jæja, þá erum við komin heim úr brúðkaupsferðinni/sumarfríinu til Krítar. Þetta var aldeilis fín ferð. Við komum út á mánudagskvöldið og tókum því bara rólega fyrsta kvöldið, röltum um nágrenni hótelsins og fengum okkur að borða. Hótelið var nálægt ströndinni en það var ekki mikið í gangi þar. Við eyddum smá tíma á ströndinni fyrsta daginn, en þar sem við höfum ekkert svakalega mikla þolinmæði til að liggja bara og svitna ákváðum við að leigja bíl í 3 daga og keyra aðeins um eyjuna. Við keyrðum um mjög hlykkjótta og bratta fjallavegi í gegnum lítil fjallaþorp. Svo á laugardaginn fórum við í dagsferð (og rúmlega það) til Santorini. Við þurftum að mæta í rútuna rúmlega fimm um morguninn til að keyra í skip sem lagði úr höfn klukkan sjö. Svo sigldum við í 4 1/2 klukkustund til eyjunnar. Þar eyddum við um 3 klst. í skoðunarferð. Eyjan er í raun gamalt eldfjall sem sprakk í loft upp árið 1650 fyrir Krist og eftir standa gígbarmarnir upp úr sjó. Eyjan er mjó og bogadregin og magnað að sjá þorpin byggð á gígbörmunum og teygja sig niður með þverhníptum klettunum.

Sunnudeginum og fyrripart gærdagsins eyddum við bara í afslöppun við hótelið áður en lagt var í hann heim á leið. Veðrið var mjög gott allan tímann, sól og blíða og um eða yfir 30 stiga hiti. Það er mjög gaman að koma til Krítar þó ýmislegt í menningunni þar sé allt öðruvísi en maður á að venjast, stundum fannst manni maður vera komin áratugi aftur í tímann.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim