þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Bookmark and Share

letidýr


það er ég. Það fer lítið fyrir framtaksseminni hjá mér þessa dagana því ég hef gert mikið af því að liggja í leti með smá pásum. Pásurnar fela kannski í sér smá tiltekt og þvotti, en ekki mikið meira en það. Reyndar skelltum við hjónakornin okkur í golf á föstudaginn og laugardaginn auk þess sem við kíktum í bústað yfir nótt. Er maður ekki búinn að vera of mikið einn með sjálfum sér þegar maður fer að tala við sjálfan sig...upphátt. Ég stóð mig að því í morgun að spjalla við sjálfa mig í eldhúsinu. Maður talar stundum við sig í huganum, en ekki upphátt, er það nokkuð? Annars tók ég mig til í morgun og skrapp einn hring á æfingavellinum við Korpu, enda skemmdi veðrið ekki fyrir. Maður verður bara að njóta góða veðursins hér á landi þegar það lætur loksins sjá sig.

Þá eru Evrópufararnir komnir heim. Þreytt en ánægð eftir fjögurra vikna bíltúr um Evrópu í Fiat húsbíl án loftkælingar. Það verða örugglega ófáar ferðasögurnar sagðar um helgina...því ég ætla að sjálfsögðu að skella mér í sveitina mína austur á Klaustur, en ég hef lítið sem ekkert komist þangað í sumar og því kominn tími til að líta augum þá fögru sveit.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim