fimmtudagur, janúar 11, 2007

Bookmark and Share

allt eins


ekkert breytt. Vinna éta sofa...og liggja pínu í leti. Það er nóg að gera að koma skólastarfinu af stað eftir jólafríið. Krakkarnir eru lengi í gang og það krefst þó nokkurs að fá þá til að halda þeim gangandi í tímunum. Vona þó að það lifni aðeins yfir þeim fljótlega, því það er ekki mikið betra að hafa of mikla þögn í kennslustundum, ekki frekar en mikinn hávaða. Allt er gott í hófi, en ég hef víst ekki haft það að leiðarljósi yfir jólahátíðina, því þegar ég lít til baka hryllir mig við öllu því sem ég setti inn fyrir varir mínar á þeim stutta tíma. Af hverju gerir maður sér þetta? Sem betur fer eru jólin bara einu sinni á ári!

Mikið er yndislegt veður úti. Svo huggulegt að horfa út um gluggann þegar snjónum kyngir niður í svona stilltu veðri. Mann langar bara að skella sér í snjógallann og bruna austur á sleða. Elísabetu fannst snjórinn vera heldur seint á ferð og furðaði sig á því að hann skyldi vera hér þegar jólin eru búin. Við útskýrðum fyrir henni að þó að jólin væru búinn þá væri ennþá vetur og það væru margir mánuðir eftir af honum. Yndislegt hvað börnin hafa allt aðra sýn á hlutina en við svokallaða fullorðna fólkið.

Svo er þorrablótið á næsta leiti...27. janúar. Miðaverðið fer hækkandi ár frá ári. Hvar endar þetta eiginlega?

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim