laugardagur, janúar 06, 2007

Bookmark and Share

vondir hundaeigendur


Við hjónin fórum í mat til tengdó í kvöld og eftir matinn fórum við á brennuna (ekki bókstaflega samt) og horfðum á svakalega flotta flugeldasýningu. Þeir kunna að sprengja, Mosfellingarnir. Á svæðið mættu hundaeigendur, og ég veit að þeir eru hundaeigendur af því að þeir mættu með hundana sína á FLUGELDASÝNINGU!!! Að sjálfsögðu voru hundarnir skíthræddir við sprengingarnar. Ég varð nú bara svolítið reið inni í mér þegar eigendurnir hófu að rykkja í ólina og skamma hundana fyrir að vera svona órólegir. Ég bara spyr: "Hvað er að svona fólki?"

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim