fyrstur kemur...
já, mín ætlaði sko að ljúka þessu skiptiveseni af og mæta í Hagkaup um leið og opnaði í morgun til að skipta Pictionary spilinu. Stundaglasið var brotið í kassanum og sandurinn út um allt. Ég ákvað að fara bara í Hagkaup í Spönginni og var mætt þar um tíuleytið. Þá var allt harðlæst og starfsfólkið eitthvað að dunda sér innan dyra. Á dyrunum var miði með opnunartíma verslunarinnar og samkvæmt honum átti að opna klukkan 10! Mér fannst nú heldur skítt þegar ekki var búið að opna tuttugu mínútur yfir, þannig að ég hringdi í Hagkaup (mundi meira að segja númerið...borgaði sig að hafa unnið á 118 góðan dag!)og spurðist fyrir. Þá var mér sagt að búðin yrði opnuð klukkan 11:00...og 11:19 í Kringlunni...fyrr má nú fyrr vera. Ég sagði dömunni að mér þætti slakt að geta ekki sett réttan opnunartíma á verslunina, þar sem fullt af öðru fólki var mætt á svæðið. Ég hélt þá af stað niður í bæ til að skutla Kalla í Tryggingastofnun. þegar þangað var komið fyrir ellefu þá komumst við að því að þar opnaði ekki fyrr en klukkan tólf...önnur fýluferð. Ég skilaði Kalla þá bara í vinnuna aftur og fór í Kringluna með Pictionary spilið. Þar tókst mér að skila því á ágætum tíma (tók 20 mínútur því ég þurfti að standa í röð!) Svo fór ég aftur með Kalla að skila pappírunum í Tryggingastofnun á hádegi. Að því loknu fengum við okkur hádegisverð á American Style í Tryggvagötunni. Þar varð ég opinberlega gömul, og ekki bara vegna þess að það tók óvenjulega langan tíma að fá matinn, heldur aðallega vegna þessa að þegar drengurinn kom með matinn spurði hann hvort okkar væri með 'Heavy Special', Kalli var með hann; svo rétti hann mér minn disk og sagði: "Ostborgari handa frúnni"...en mikið rosalega eru það góðir borgarar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim