yfirferð að baki
þá er prófayfirferðin mikla að baki, að mestu leyti allavega. Ég er búin að fara yfir 110 próf síðan á mánudaginn og þar sem hvert próf er a.m.k 10 blaðsíður þá er ég búin að fara yfir 1100 blaðsíður. Dágott það. Núna þarf ég bara að henda einkunnunum inn í kerfið og bíða svo eftir sjúkraprófunum sem eru á mánudaginn kl. 13:00.Það hefur lítið annað á daga mína drifið. Ég var nú samt að hugsa að ég hef ekkert tuðað yfir misheppnuðum Frostrósatónleikum sem ég fór á í síðustu viku með mömmu og Lindu. Sem betur fer voru Sissel og Eivör að syngja þar, því annars hefði ég farið grátandi heim. Þær eru rosalega góðar og gjörsamlega redduðu tónleikunum. Allt annað var meira og minna glatað...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim