mánudagur, febrúar 12, 2007

Bookmark and Share

tilfinningar


það er magnað hvað maður tengir minningar og tilfinningar við ákveðna hluti eins og lykt og lög. Á leiðinni heim áðan var ég að hlusta á Ipodinn minn og leyfði honum að ráða hvaða lög hann spilaði fyrir mig. Hann ákvað að spila fyrir mig the Aggie War Hymn, sem er spilað af the Fightin' Texas Aggie Band. Ég fékk smá heimþrártilfinningu og langaði að fara aftur til College Station...sælar minningar. Á eftir því hóf KK upp raust sína ásamt Magga Eiríks. Lagið sem þeir spiluðu og sungu fyrir mig var Ljúfa Anna, sem afi minn heitinn hélt mikið upp á. Hjarta mitt fylltist söknuði en samt fylgdi gleði með, gleði yfir að hafa átt svona góðan afa og eiga svo mikið af góðum minningum. Ég var bara ein stór tilfinningaklessa (eða hlussa) þegar ég kom heim, ekki á óþægilegan hátt samt.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim