sunnudagur, febrúar 04, 2007

Bookmark and Share

tylft


þetta orð hef ég þurft að útskýra fyrir nemendum mínum í tengslum við enska orðið 'dozen'. En þetta er einmitt sá fjöldi ára sem við Kalli höfum verið saman. Þetta er nú bara nokkuð langur tími, sérstaklega fyrir svona ungt fólk eins og okkur. Til dæmis var Hlynur einungis 6 ára (7 á árinu) þegar Kalli kom til sögunnar, Davíð Andri var að verða 13 ára og foreldrar mínir rétt að komast á fimmtugsaldurinn. Fyrir tólf árum var maður rétt að byrja að fikta við internetið og fæstir áttu GSM síma. Já, nú er öldin önnur (bókstaflega því það var önnur öld fyrir tólf árum...)!!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim