föstudagur, febrúar 02, 2007

Bookmark and Share

hvað skal segja


það gerist svo lítið fréttnæmt hjá okkur þessa dagana. Kalli vinnur myrkranna á milli og ég hef nóg að gera í minni vinnu. Var í gæslu á balli í gær og var ekki komin heim fyrr en um hálf fjögur í morgun. Svo missi ég af X-factor partíinu hjá Lindu í kvöld þar sem ég er að fara í smá boð heima hjá einum kennslustjóranum. Kalli verður væntanleg að vinna á meðan ég skemmti mér. Það er nú lágmark að helmingurinn af hjónabandinu eigi sér eitthvað líf utan vinnunnar. Mér finnst synd og skömm hvað fólk vinnur mikið...er maður að vinna til að lifa eða lifa til að vinna? Ég, persónulega, kýs það fyrra þó ég geti ekki sagt að ég geri rosalega mikið utan vinnunnar, þ.e. að ég sé á fullu í félagslífi eða einhverju áhugamáli. Reyndar er ég allt of oft með hugann við vinnuna þegar ég ætti að vera að slaka á og gera eitthvað annað (eins og t.d. vaska upp!!!). Hvað er gaman að vinna og vinna og safna fullt af peningum og svo drepast frá þessu öllu og hafa aldrei getað notið lífsins?!?! Ég bara spyr!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim