föstudagur, janúar 19, 2007

Bookmark and Share

staðbundin leti


ég er nú öll að komast í gang....enda búin að klára aðra seríun af Grey's Anatomy. Ég held samt að letin mín sé orðin staðbundin, þ.e. ég er mest löt þegar ég er komin heim. Segjum að ég sé uppi í skóla að fara yfir verkefni og kenna, jafnvel að hugsa um allt það sem ég ætla að gera þegar ég kem heim. Allt í góðu með það, svo kem ég heim og barasta leggst í leti. Ég verð bara þessi lata manneskja sem málshátturinn fjallar um: "á morgun segir sá lati". Ég held að eina ráðið við þessu sé að hysja upp umm sig brækurnar, bretta upp ermarnar og láta þannig hendur standa fram úr ermum. Ég er farin að gera það húsverk sem mér finnst einna leiðinlegast....að vaska upp. Sjáumst síðar!!!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim