laugardagur, maí 05, 2007

Bookmark and Share

sveitin


hún er yndislegur staður. Það sem mér finnst svo frábært við sveitina, fyrir utan fólkið mitt, er friðurinn. Ég upplifði dásamlega stund í gærkvöldi þegar við mamma vorum að koma úr fjárhúsunum rétt eftir miðnætti. Það var blankalogn og myrkur fyrir utan smá birturönd yfir Síðufjöllunum. Eina hljóðið sem heyrðist var lágvær niðurinn af fossunum...svo kyrrlátt að maður fann friðinn hellast yfir sig. Svo er líka svo gott að sofa í sveitinni því þar eru engin götuljós til að lýsa upp herbergið. Maður getur haft gluggann galopinn og dregið frá og ekkert sem vekur mann nema fagur fuglasöngurinn að morgni. Gerist þetta yndislegra. (Svo sit ég hér inni og hangi í tölvunni því það er rok og rigning úti...)

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim