föstudagur, júlí 06, 2007

Bookmark and Share

glæpakvendi og klisjukóngur


já, það er ég og Stefán Hilmarsson....
ég játa mig seka um alvarlegan glæp. Ég hringdi ekki í ömmu í gær, en hún átti afmæli. Ég talaði aftur á móti við hana í fyrradag og þá tilkynnti hún mér að hún vildi sko alls engar gjafir. Af því að hún er kona, skyldi það þá þýða að hún vilji gjafir?!?! Nei, ekki ef ég þekki ömmu rétt. Þó hún sé rugludallur þá er hún nú yfirleitt hreinskilin (stundum einum of) og segir það sem hún hugsar. Ég er að fara austur á eftir og þá fær hún stórt knús.

Þá að hinu málinu...ég vil tilnefna Stefán Hilmarsson klisjukóng Íslands. Ég var að hlusta á útvarpið og heyrði nýja lagið með honum Astró...eitthvað...textinn er ein stór klisja...reyndar eru mörg Sálarlögin hlaðin klisjum líka ef maður hlustar eftir þeim. Hvað er ein og ein klisja á milli vina?

 

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hi there to every body, it's my first visit of this weblog; this webpage contains awesome and truly fine information for readers.

Feel free to visit my site; houston realtor virtual assistant

28.5.2013, 11:53  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim