fimmtudagur, júlí 19, 2007

Bookmark and Share

sólarpása...


já, sólin hefur ákveðið að hvíla sig frá höfuðborgarsvæðinu í dag (og mun gera það á morgun líka, skilst mér). Gróðurinn fagnar því sjálfsagt (en ekki allir þeir sem keyptu upp allar garðslöngur í verslunum). Ég notaði þetta fína veður og ákvað að skokka upp á höfða og ná í hjólið mitt í Sláttuvélamarkaðinn, en það var í stillingu þar. Þvílíkur munur á hjólinu; ég þurfti bara aldrei að stoppa til að losa keðjuna. Þrátt fyrir vel stillt hjól var afskaplega erfitt að hjóla upp brekkuna við Gullinbrú...etv. segir það meira um líkamlegt ástand og form mitt!!!

Eins og sést hér er einn nemenda minna í heldur betra formi...

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim