ekki lengur
ég er löngu farin af ganginum í skólanum, sbr. síðustu færslu. Ég hef tvisvar sinnum skráð mig inn hér og ætlað að skrifa eitthvað (örugglega eitthvað svakalega sniðugt), en einhvern veginn bara farið að gera eitthvað annað í staðinn og gleymt blogginu.
Í gær voru liðin tvö ár frá því að afi dó, og ég var svosem ekkert að hugsa um það í gær, enda var ég að snúast í hinu og þessu og einhvern vegin ekki með hugann við dagsetninguna. Í nótt var afi alls staðar í draumnum mínum. Ég var (í draumnum) að labba eitthvað um húsið 'hinum megin' (fyrir þá sem ekki skilja þá er 'hinum megin' húsið sem amma og afi bjuggu í í sveitinni) og það var alveg sama hvar ég var, alltaf birtist afi. Ég fór inn í stofu og þá birtist hann sitjandi í sófanum, ég fór inn í útskot og þar var hann, eins inni í eldhúsi. Ég hljóp eitthvað og alltaf birtist hann, svo sagði ég við einhvern (man ekki hvern) að afi væri að ofsækja mig! Mér líður alls ekki illa með þennan draum, enda var afi vænsti kall og það var alltaf gaman að hafa hann hjá sér.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim