fimmtudagur, desember 13, 2007

Bookmark and Share

nýr titill


Þessa stundina sit ég á ganginum í Borgarholtsskóla. Það er verið að prófa nemendur í nálægum stofum og mér ber að gæta þess að það myndist ekki kjaftagangur fyrir utan stofurnar þegar nemendurnir fara út. Einnig á ég að sækja kennara þeirra áfanga sem er verið að prófa ef þörf krefur og gæta þess að nemendur svindli ekki ef þeir þurfa að fara úr stofunni á prófatíma, t.d. til að heimsækja náðhúsið. Það góða við að vera gangavörður er að maður getur haft með sér bók eða fartölvuna og unnið...eða leikið sér. Aftur á móti geta þeir kennarar sem eru í yfirsetu í stofunum ekki gert nokkurn skapaðan hlut nema að fylgjast með nemendunum skrifa prófin. Það er góð tilfinning að vera búin að prófa sína áfanga og fara yfir, en einungis eru eftir sjúkrapróf. Þau eru á mánudaginn. Þá verður glens, gleði og gaman, því þá lýkur þessu og maður getur farið að einbeita sér að jólastressinu og pökkun (n.b. ekki pökkum).
Ég veit ekki hvað meira ég get tuðað hér og segi því bara Feliz Navidad og au revoir.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim