aftur á fullt
ég hálfpartinn vildi að ég gæti sagt að rútínan væri komin af stað aftur eftir jólafríið, en svo er ekki. Hér er meira og minna allt í kössum, en við þurfum að skila íbúðinni af okkur um næstu helgi. Sem betur fer fáum við afnot af bílskúrnum í nýju íbúðinni þannig að við þurfum ekki að flytja búslóðina tvisvar. Ég hlakka mikið til að koma í nýju íbúðina, en verð að bíða eftir því í rúman mánuð, í millitíðinni verðum við hjá tengdó.
Kennslan byrjar á þriðjudaginn og ég er á síðasta snúningi að undirbúa mig fyrir önnina. Megnið af efninu er til fyrir en ég er að tína til nýtt efni svona til að breyta aðeins til. Maður verður víst að passa sig að staðna ekki í þessu starfi (segir kennarinn á þriðja kennsluári sínu) þó það sé þægilegt að kenna það sama aftur og aftur. Það þarf víst að halda sér við og 'up-to-date' í þessu starfi sem og öðrum. Verð að halda áfram að vinna....
góða helgi, eða það sem eftir er af henni!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim