mánudagur, febrúar 02, 2009

Bookmark and Share

ég elska bernaise sósu


verst hvað hún er óholl. Ég held að ég hafi innbyrt ansi mörg grömm af smjöri um helgina í formi bernaise sósu...nammnamm.

Að allt öðru...ég er ennþá svolítið þreytt, en ég er að venjast því að vera með svona góða nemendahópa. Það var einmitt mín tilgáta fyrir þessari þreytu: að ég er með svo góða hópa núna að ég er ofur afslöppuð...að ég gæti barasta sofnað.

Ég missti gjörsamlega af góða veðrinu á laugardaginn, þar sem ég þurfti að sitja inni í Menntaskólanum við Sund og hlusta á dásamlega fyrirlestra og kynningar. Minn elskulegi bróðir, Hlynur, og minn yndislegi frændi, Helgi, minntu mig óspart á af hverju ég væri að missa. Ég fékk nokkur SMS og myndir frá þeim. Takk fyrir það.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim