jæja þá
fyrst enginn vil segja neitt um dugnaðinn minn (sjá síðustu færslu) þá verð ég bara að skrifa eitthvað annað til að fá athygli.
Ég er hugmyndasnauðasta manneskja í heimi um þessar mundir. Ég get engan veginn toppað jólakortið sem við sendum út í fyrra (fyrir þá sem ekki muna, eða ekki fengu kort þá var Mörður heitinn fyrirsætan á því korti). Ætli það verði því ekki sömu gömlu handskrifuðu jólakortin í ár, ekkert spennandi. Ég hef ekki öðlast þá hæfileika að finnast gaman að skrifa jólakort, en lít pínkulitlum öfundaraugum til þeirra sem njóta þess að skrifa þau á hverju ári. Kannski ég ætti að dreifa þessu bara yfir árið...skrifa 2-4 á mánuði næsta árið í stað þess að vera alltaf á síðustu stundu að skrifa þau svo þau komist í póst í tæka tíð fyrir jólin.
Vill einhver minna mig á það þegar þorri byrjar, að hefja jólakortaskrif fyrir jólin 2009?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim