miðvikudagur, desember 17, 2008

Bookmark and Share

haldiði að mín sé ekki bara byrjuð á jólakortunum


enda ekki seinna vænna ef þau eiga að komast til skila fyrir jól. En skiptir það nokkru máli þótt þau skili sér ekki í póstkassann fyrr en á milli hátíða?

Við Díana komumst að því í gær að við vorum óskaplega vitlausar þegar við vorum litlar. Ég vil helst ekki fara of ítarlega í það núna, en það er alveg ótrúlegt hvað sumir hlutir skipta börn miklu máli...litlir hlutir sem fullorðnum dytti ekki einu sinni í hug. Mér finnst mjög erfitt að útskýra þetta...en ég geri það betur seinna. Þangað til skuluð þið hugsa um hvað það var sem skipti ykkur máli þegar þið voruð ca. 10 ára. Um hvað skrifuðuð þið í dagbókina ykkar? Eða hvað skrifuðuð þið í bréfin til bestu vina ykkar?

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim