"show must go on"
veit ekki af hverju ég fékk þetta á heilann áðan. Ég er á kafi í ritgerðum og þetta er það sem ómar í hausnum á mér í bakgrunninn. Ég er að klára að fara yfir ritgerðir úr 503 sem ég ætla að reyna að skila til baka á föstudaginn, því þá kemur næsta holskefla af ritgerðum, í þetta sinnið frá 403. Já, mörg er kennarans raunin, en mér finnst þetta samt skemmtilegt starf á heildina litið.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim