fimmtudagur, febrúar 26, 2009

Bookmark and Share

dómharður raðmorðingi með barnsandlit


já, það er ýmislegt sem nemendur kalla mann.
Ég frétt af bloggi sem einn nemandi hafði skrifað á síðustu önn. Greyið nemandinn var að farast úr stressi fyrir munnlegt próf og ekki hjálpuðu bekkjarfélagarnir til, því þeir sögðu að ef þau hikuðu í prófinu á myndu þau bara falla, ég væri svo dómhörð.
Ég spurði svo einn hópinn minn hvort ég væri gribba...þau hikuðu í smá stund og sögðu svo: nei, þú lítur ekkert út fyrir að vera gribba...blehbleh. Svo sagði einn að ég væri eins og raðmorðingi með barnsandlit. Ég gat ekki annað en hlegið!

Það er sko alveg á hreinu að þó ég sé rosa ljúf og góð þá er stutt í truntuna.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim