OH...hvað ég er rosalega heppin....Greyið Nína mín. Ég var að skoða bloggið hjá henni og maður metur svo sannarlega það sem maður hefur eftir að hafa lesið það sem hún er að ganga í gegnum núna. Ég hugsa til hennar þegar ég "klappa" maurunum sem virðast vera út um allt hérna, þeir rölta yfir lyklaborðið, á eldhúsborðinu...ég hef reyndar ekki séð maura á eldhúsborðinu í nokkurn tíma, enda iðin við að þurrka af því. Ég er fegin að hafa "bara" maurana hér (ennþá allavega) og dálítið heitt andrúmsloft er ekki svo hrikalegt þar sem maður hefur loftkælingu. Ef ykkur finnst allt ómögulegt í kringum ykkur mæli ég með því að lesa bloggið hennar Nínu, það fær mann til að líta hlutina öðrum augum.
Talandi um það....þá gekk ég í gegnum ótrúlega reynslu áðan. Við Kalli fórum í "matarboð" fyrir international nemendur, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þetta var haldið í kirkju, St. Mary's Catholic Activity Center. Þetta var svo ekta amerískt. Þarna voru konurnar í söfnuðinum búnar að útbúa mat, presturinn hélt örstutta tölu og bað fyrir matnum. Einn Texasbúi spurði okkur í hvaða kirkju við færum og ég sagði að við hefðum bara ekkert farið í neina kirkju hér (íslenskir heiðingjar). Svo spurði hann okkur hvort við værum kaþólsk, en við sögðum að við værum Lúthersk og hann hljóp um allt leitandi að einhverjum lútherskum til að benda okkur á í hvaða kirkju við gætum farið. Eftir smá stund koma tveir krakkar (á okkar aldri) og buðu okkur velkomin og sögðu að við skyldum endilega mæta í kirkju, það væri þjónusta á sunnudögum og við værum alltaf velkomin. Hér er kirkja reyndar miklu meira en bara kirkja, ekki eins og heima, það er heilmikið félagslif innan hennar, ekki bara messa og búið.
Talandi um það....þá gekk ég í gegnum ótrúlega reynslu áðan. Við Kalli fórum í "matarboð" fyrir international nemendur, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þetta var haldið í kirkju, St. Mary's Catholic Activity Center. Þetta var svo ekta amerískt. Þarna voru konurnar í söfnuðinum búnar að útbúa mat, presturinn hélt örstutta tölu og bað fyrir matnum. Einn Texasbúi spurði okkur í hvaða kirkju við færum og ég sagði að við hefðum bara ekkert farið í neina kirkju hér (íslenskir heiðingjar). Svo spurði hann okkur hvort við værum kaþólsk, en við sögðum að við værum Lúthersk og hann hljóp um allt leitandi að einhverjum lútherskum til að benda okkur á í hvaða kirkju við gætum farið. Eftir smá stund koma tveir krakkar (á okkar aldri) og buðu okkur velkomin og sögðu að við skyldum endilega mæta í kirkju, það væri þjónusta á sunnudögum og við værum alltaf velkomin. Hér er kirkja reyndar miklu meira en bara kirkja, ekki eins og heima, það er heilmikið félagslif innan hennar, ekki bara messa og búið.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim