Skólinn er að byrja í dag, eða í kvöld réttara sagt. Talandi um að vera með lélega stundatöflu. Ég er reyndar bara í tímum þrjá daga í viku, en þeir eru allir á kvöldin, frá 5:45 til 8:35 og frá 5 til 8. Svo er ég í einu námskeiði á laugardögum, það námskeið er haldið 5 laugardaga á önninni og er þá á milli 9 og 5. Það er víst ekkert við þessu að gera, maður verður bara að gjöra svo vel og bíta í það súra.
Það sem mér finnst verst er að þurfa að vera á ferðinni svona seint. Við Kalli verðum að finna eitthvað út úr því. Kannski sækir hann mig bara, eða kemur á móti mér ef ég fer á hjóli...kemur allt í ljós.
Það sem mér finnst verst er að þurfa að vera á ferðinni svona seint. Við Kalli verðum að finna eitthvað út úr því. Kannski sækir hann mig bara, eða kemur á móti mér ef ég fer á hjóli...kemur allt í ljós.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim