laugardagur, ágúst 30, 2003

Bookmark and Share
Mér finnst ekkert svo skrýtið að vera hérna, finnst það eitthvað svo eðlilegt. Það er ekkert eins og maður sé langt í burtu því maður getur haft samband við alla í gegnum netið. Get talað við mömmu, pabba og strákana í gegnum Messengerinn og séð þau líka, því við erum með heyrnartól og netmyndavél...ógeðslega sniðugt, þetta gerði maður ekki heima á Íslandi. Svo getur maður hlustað á flestar útvarpsstöðvarnar á netinu. Ég hlustaði aldrei mikið á útvarp heima hvort eð er.

Núna er ég að horfa og hlusta á fréttirnar í ríkissjónvarpinu í gegnum netið og það er verið að tala um Blaster tölvuvírus sem herjaði á Windows XP (sem við erum með). Vírusinn gerði það að verkum að tölvur endurræstu sig og frusu í sífellu...þetta er reyndar búið að gerast hjá okkur nokkrum sinnum síðustu 2-3 daga....grunsamlegt. Kannski best að athuga þetta!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim