sunnudagur, ágúst 31, 2003

Bookmark and Share
Þetta eru sykurmaurar...um það fræddi "maðurinn á móti" mig í gærkveldi. Þeir eru víst í veggjunum og eru ekki alls staðar, þau eru til dæmis laus við þá í húsinu á móti. Það er víst ekki sniðugt að vera með ruslafötuna inni í skáp, því að sjálfsögðu sækja þeir þangað sem þeir fá fæði, enda eru þeir hættir að sjást á borðunum eftir að við fluttum inn og fórum að þurrka vel og vandlega af þeim. Ætli maður endi ekki á því að fjárfesta í ruslatunnu með loki sem hægt er að láta standa á eldhúsgólfinu, sem er ekkert verra.


Við fengum þennan Blaster vírus í tölvuna okkar. Kalli var heillengi að vasast í því í gær, þurfti að ná í vírusvörn af netinu. Þetta tók tíma því tölvan var alltaf að endurræsa sig.

Mér finnst að Helgi Páls, frændi minn, ætti að fara að blogga. Ég held að það væri þrælgaman að lesa það sem hann hefur að segja, hann er svo góður penni! Ættingjar og aðrir sem lesa þetta blogg ættu að skora á hann í skilaboðaskjóðunni hér fyrir neðan.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim