föstudagur, ágúst 29, 2003

Bookmark and Share
Kíktum í heimsókn áðan í íbúðina beint á móti, en þar býr Íslendingur nokkur, Jóhann að nafni. Hann og konan hans, Berglind, eru búin að vera hér i um fimm ár. Hann kom bara frá Íslandi í gær, en hún kemur ekki fyrr en í október. Við sátum og spjölluðum í þrjá tíma, rosa fínn gaur. Það er alltaf gott að vita af öðrum Íslendingum þegar maður er á "framandi" slóðum. Það er með ólíkindum hvað þessi heimur er lítill. Jóhann var í sveit hjá Hirti og Vigdísi þegar þau bjuggu í Álftaverinu...ótrúlegt!!!

Fleiri maurasögur....Þegar við komum heim var ruslskápurinn aftur á iði, jafnvel enn meira iði en síðast...ég tók ruslafötuna út og hún var líka á iði....þetta er nú farið að vera svolítið þreytandi. Ég sýndi mikið grimmlyndi og greip skordýraeitrið, þetta getur ekki verið eðlilegt, þvílíkur fjöldi!!!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim