fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Bookmark and Share
Í gærkvöldi opnaði ég ruslskápinn og sá að allt var á iði inni í honum! Það var fullt af maurum þar í röð...ég tók eftir því þeir fóru í gegnum lítið gat sem er í botninum á skápnum svo ég leit undir og sá að þeir fóru í beinni línu eftir sökklinum og á bak við gólflistann. Það var alveg magnað að fylgjast með þeim, hvað þeir voru skipulagðir. Mér finnst samt ekkert skemmtilegt að hafa þá út um allt. Kalli kom fram og þegar hann sá þetta greip hann skordýraeitur og sprautaði á þá...æ greyin, ég vorkenndi þeim svo, þeir drápust eins og skot og lágu eins og hráviði í skápnum. Kalli varð að gjöra svo vel og hreinsa fjöldagröfina eftir sig.
Svo var ég að henda í ruslið áðan og það eru aftur komnir maurar í skápinn. Ætli maður fari ekki að setja eitthvað fyrir þetta gat, því þeir virðast koma upp um það. Ætli þeir búi ekki einhvers staðar á bak við gólflistann. Ohh, ég varð bara hálf döpur í gær...vildi að það væri hægt að gera eitthvað annað en að drepa þessi grey, það er bara svo helv...mikið af þeim.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim