Takk fyrir sögurnar úr réttunum, Helgi. Núna líður mér miklu betur yfir að hafa misst af þeim . Í staðinn fór ég á leik í amerískum fótbolta þar sem ég hvatti mitt lið til dáða með hinum 74.015 áhorfendunum og skemmti mér konunglega. Þegar gestaliðið var í sókn og leikmennirnir reyndu að heyra hvað leikstjórnandinn var að segja þeim um leikkerfið sem þeir áttu að nota, þá hófu stuðningsmenn A&M upp raust sína og sveifluðu hvítu A&M handklæðunum sínum þannig að það var vonlaust fyrir þá að heyra nokkurn skapaðan hlut. Í hálfleik sýndi lúðrasveitin listir sínar. Það var alveg ótrúlegt að sjá 350 manns spígspora um völlinn í takt við tónlistina sína og búa til alls konar mynstur. Það er engan veginn hægt að lýsa því með orðum, og varla myndum heldur. Maður verður eiginlega bara að vera á staðnum til að upplifa þetta á jafn magnaðan hátt. Gallinn við amerískan fótbolta er hvað hann tekur langan tíma, leiktíminn sjálfur er bara klukkutími en það er alltaf verið að stoppa tímann og leikurinn stóð frá sjö að kveldi til ellefu. Maður stóð nánast allan tímann (tylltum okkur aðeins niður í leikhléi) enda var ég orðin svolítið þreytt undir lokin. Allt fór vel að leikslokum og skólinn minn fór með sigur af hólmi gegn Utah.
Pabbi hefði verið sáttur við hvatningarópin hjá okkur: FARMERS FIGHT, FARMERS FIGHT!! En það er mikil og gömul bændahefð í þessum skóla (A&M University stendur fyrir Agriculture and Mechanics=Landbúnaðar- og Vélfræði háskóli). Ennþá er landbúnaðardeild í skólanum og maður getur alveg séð hverjir eru í þeirri deild, því það eru sko kúrekarnir, með kúrekahattana, í kúrekastígvélum, gallabuxum og köflóttum skyrtum, svaka gæjar. Er að spá í að redda svona græjum fyrir Kalla.
Pabbi hefði verið sáttur við hvatningarópin hjá okkur: FARMERS FIGHT, FARMERS FIGHT!! En það er mikil og gömul bændahefð í þessum skóla (A&M University stendur fyrir Agriculture and Mechanics=Landbúnaðar- og Vélfræði háskóli). Ennþá er landbúnaðardeild í skólanum og maður getur alveg séð hverjir eru í þeirri deild, því það eru sko kúrekarnir, með kúrekahattana, í kúrekastígvélum, gallabuxum og köflóttum skyrtum, svaka gæjar. Er að spá í að redda svona græjum fyrir Kalla.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim