sunnudagur, september 07, 2003

Bookmark and Share
Við fórum á "Yell Practice" rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöld. Það er alltaf haldið kvöldið fyrir heimaleiki á fótboltavellinum. Þarna koma saman þeir sem ætla á leikinn og æfa öskrin og hvatningarnar, það er svaka stemning. Í A&M eru ekki klappstýrur, heldur eru fimm myndarlegir ungir menn sem gefa merki um hvernig hróp skal nota næst og stýra öllum skaranum, það er alveg magnað að fylgjast með þessu og hvað þá að taka þátt. Það er svo rosalega mikið af alls konar hefðum í þessum skóla. Til dæmis eru ljósin slökkt í smá tíma á Yell Practice og þá eiga þeir að kyssast sem eru saman, kjörið á stefnumótum, en þeir sem eru ekki með neinum halda uppi kveikjara (með loga að sjálfsögðu). En í leiknum sjálfum kyssist fólk þegar A&M skorar snertimark.
Við vorum ekki komin heim fyrr en eftir tvö í nótt, vorum að hangsa með vinafólki okkar. Ég þurfti að mæta í skólann klukkan níu í morgun og var dálítið þreytt eftir daginn. Ég skrifa um leikinn sjálfan á morgun, er svo þreytt núna og ætla að melta þetta allt, en það var alveg MÖGNUÐ upplifun að fara á fótboltaleik á 80.000 manna leikvangi, við tókum fullt af myndum.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim