miðvikudagur, september 03, 2003

Bookmark and Share
Ég hef bara ekki séð maura í ruslskápnum síðan um helgina...ætli þeir hafi gefist upp á mér??? Ég leitaði með vasaljósi í öllum skápunum inni í eldhúsi í morgun og ég sá bara ekki einn einasta maur...ekki það að ég vilji sjá þá, er ekki farin að sakna þeirra...þó maður hafi haft lítið að gera...

Ég fór í fyrsta tímann í dag (kvöld). Mér leist bara ágætlega á þetta. Virðist vera mikil vinna fyrir utan lestur og það er bara allt í lagi, vonandi! Í þessum kúrs er eingöngu kvenfólk, 12 alls og 3 1/2 af þeim héðan (frá Bandaríkjunum þ.e.a.s.). Það eru tvær frá S-Kóreu, tvær frá Kína, ein frá Taiwan, ein frá Kamerún, ein frá Íran, þessi "hálfa" er fædd í Texas en foreldrar hennar eru Tyrkneskir og fluttu aftur til Tyrklands þegar hún var pínulítil. Svo er ein frá Íslandi...hver skyldi það vera? Kennarinn er frá Íran. Þannig að enskan sem maður á eftir að heyra í þessum tímum er MJÖG mismunandi!! Sem betur fer stakk kennarinn upp á því að færa tímann aðeins fram, þannig að við byrjum 5:15 og hættum 7:30. Það munar heilmiklu um klukkutíma.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim