Ótrúlegt hvað sumir daga líða fljótt og manni finnst maður ekki hafa gert neitt af viti. Sunnudagurinn þaut hjá, ég man ekki einu sinni hvað ég var að gera allan daginn!!! Ég las svolítið í námsefninu um daginn, svo grilluðum við svínakjöt dálitið snemma því Kalli þurfti að vinna verkefni með hópnum sínum, Jerod, Kyle og Tony. Þegar Kalli kom heim rúmlega átta, fórum við í Super Wal-Mart og ætluðum að kaupa hjól sem við vorum búin að sjá þar. Haldiði að við mætum ekki einum gaur að trilla út síðasta hjólinu...týpískt. Við brunuðum í hitt Wal-Martið (hinum megin í bænum) og keyptum síðasta hjólið þar. Rosa fínt Mongoose hjól á 13.000 kall, með dempurum að framan og aftan, standara og alles. Kalli fór á hjólinu í skólann í gær og fannst það bara fínt, munur að geta hjólað í skólann. Hentugra en að vera á bílnum (engin bílastæði) og fljótlegra en að ganga
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim