föstudagur, nóvember 28, 2003

Bookmark and Share
Í sambandi við þessar frekjukannanir...
...ég hef ákveðið (þar sem ég er víst algjör frekja) að verðlauna frekjurnar ekki!!! Frekjurnar eru svo miklar frekjur að þær eiga það ekki skilið...það eina sem frekjurnar fá er titillinn. Sá/sú/þeir/þær sem fá fæst atkvæði ættu að fá verðlaun, fyrir að vera ekki frekjur...það er alltaf sá sem er frekastur sem fær allt...tími til kominn að sá sem er minnst frekur fái eitthvað!!!!! Ég ætla að setja inn frekjukönnun fyrir maka frændsystkinanna þar sem inntökuskilyrði eru:
a) að vera gift/kvæntur inn í ættina,
b) að eiga barn, eða með eitt á leiðinni, með e-u frændsystkinanna og hanga enn með þeim sama/þeirri sömu,
c) að vera trúlofaður/-lofuð e-u frændsystkinanna og
d) að vera í sambandi, með e-u frændsystkinanna, sem hefur staðið í a.m.k. eitt ár.

(Viðbætur eru leyfðar og þurfa þær að berast Stjórninni fyrir 5. desember)

Kjörstað verður svo lokað og talning hefst 12. desember.

Stjórnin (ég)


P.S..tókuð þið eftir því hvað sumar frekjurnar fóru strax að frekjast út af verðlaununum!!! Alveg magnað!!!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim