OH...loksins er maður farinn að sjá fyrir endann á öllum þessum ritgerðum og verkefnum....
Í síðustu viku, á miðvikudaginn, skiluðum við af okkur lokaverkefni, sem var tveggja vikna kennsluáætlun (Curriculum Unit), þar sem við skipulögðum tvær vikur af líffræði, líkamsrækt og ensku fyrir 7.bekk. Á laugardaginn skilaði ég af mér lokaritgerð (í kúrsinum sem við fórum til Houston), og það var nú þvílíkur léttir að vera búin með það. Ég hitti hópinn minn í gær (Kristin og Ana, en pabbi hennar er fyrrverandi forseti Costa Rica, sniðugt ekki satt?) og við vorum svo duglegar að við barasta kláruðum eitt stykki ritgerð. Við vorum allar það vel undirbúnar með okkar hluta ritgerðarinnar að okkur tókst að klára hana á 3 tímum...jibbýjei...Núna er ég að vinna í síðustu ritgerðinni, sem þarf að skila á morgun...er reyndar í dálítlum skít þar, gengur ekki nógu hratt fyrir sig..en það hefst allt saman, hef allan morgundaginn líka. Reyndar er eitt smá verkefni sem þarf að skilast í síðasta lagi á föstudaginn, en það tekur enga stund að klára það, bara nokkrar línur um fundinn sem við sátum í Houston. Ég tók svo góðar glósur að það verður bara kökubiti.
Laugardeginum verður væntanlega eytt í að þrífa þessa blessuðu íbúð og þvo þvott...það er farið að flæða úr þvottakörfunni. Þetta er gallinn við að hafa ekki eigið þvottahús, það fara alveg tæpir 2 tímar í að þvo, þó svo að maður ætli að gera eitthvað á meðan vélin er að þvo eða þurrkarinn að þurrka, þá slítur það tímann svo í sundur og manni verður ekki eins mikið úr verki.
Svo sit ég hér og skrifa á bloggið þegar ég ætti að vera að vinna í ritgerðinni...kræst...er ekki nógu öguð...bæti úr því á næstu önn (sagt á hverri einustu önn).
Í síðustu viku, á miðvikudaginn, skiluðum við af okkur lokaverkefni, sem var tveggja vikna kennsluáætlun (Curriculum Unit), þar sem við skipulögðum tvær vikur af líffræði, líkamsrækt og ensku fyrir 7.bekk. Á laugardaginn skilaði ég af mér lokaritgerð (í kúrsinum sem við fórum til Houston), og það var nú þvílíkur léttir að vera búin með það. Ég hitti hópinn minn í gær (Kristin og Ana, en pabbi hennar er fyrrverandi forseti Costa Rica, sniðugt ekki satt?) og við vorum svo duglegar að við barasta kláruðum eitt stykki ritgerð. Við vorum allar það vel undirbúnar með okkar hluta ritgerðarinnar að okkur tókst að klára hana á 3 tímum...jibbýjei...Núna er ég að vinna í síðustu ritgerðinni, sem þarf að skila á morgun...er reyndar í dálítlum skít þar, gengur ekki nógu hratt fyrir sig..en það hefst allt saman, hef allan morgundaginn líka. Reyndar er eitt smá verkefni sem þarf að skilast í síðasta lagi á föstudaginn, en það tekur enga stund að klára það, bara nokkrar línur um fundinn sem við sátum í Houston. Ég tók svo góðar glósur að það verður bara kökubiti.
Laugardeginum verður væntanlega eytt í að þrífa þessa blessuðu íbúð og þvo þvott...það er farið að flæða úr þvottakörfunni. Þetta er gallinn við að hafa ekki eigið þvottahús, það fara alveg tæpir 2 tímar í að þvo, þó svo að maður ætli að gera eitthvað á meðan vélin er að þvo eða þurrkarinn að þurrka, þá slítur það tímann svo í sundur og manni verður ekki eins mikið úr verki.
Svo sit ég hér og skrifa á bloggið þegar ég ætti að vera að vinna í ritgerðinni...kræst...er ekki nógu öguð...bæti úr því á næstu önn (sagt á hverri einustu önn).
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim