þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Bookmark and Share
Þá er bolludagurinn liðinn. Við fórum í bollukaffi til Berglindar, aldeilis fínt. Tóta kom líka til hennar og við sátum þar frá átta til klukkan að ganga tólf á miðnætti, mikið spjallað. Jói var ekki heima, hann var víst að gróðursetja tré með einhverjum hópi fólks einhvers staðar rétt hjá Dallas, í rigningunni, örugglega svaka fjör.
Við ákváðum að skella okkur bara á þorrablótið í Dallas, sem verður reyndar ekki í Dallas heldur í Wylie, sem er fyrir norð-austan Dallas, 13. mars. Það verður bara fjör að fara í smá 'roadtrip'.
Það lítur ekki út fyrir að maður fái saltkjöt og baunir í dag, það verður bara að hafa það í þetta sinn. Jæja, lærdómurinn reddar sér ekki sjálfur...því miður.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim