fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Bookmark and Share

Sagan endalausa...loksins komið að leikslokum....vonandi



Kallarnir komu áðan og lokuðu gatinu við niðurfallsrörið, sem þvottabjörninn klifraði inn um (að við höldum). Ég vona bara að það sé ekkert kvikindi þarna uppi sem lokast inni, drepst og fer svo að rotna hægt og rólega yfir okkur...ojoj. Það tók nú nógu helv...langan tíma að fá þetta lið til að gera eitthvað í þessum málum. Svo koma þeir og skella upp smá spónaplötu, sem tók þá í mesta lagi 5 mínútur. Við erum búin að fara margar ferðir niður á skrifstofu og kvarta. Þau sögðust hafa hringt í animal control og þeir hafi sagt að við yrðum að hringja þangað sjálf. Við gerðum það og þeir sögðu okkur að tala við skrifstofuna í complexinu, því þeir vildu ekki skilja gildru eftir við fjölbýlishús, þeir yrðu að komast að henni öllum stundum. Við töluðum aftur við skrifstofuna og þau sögðust lítið geta gert. Svo hringdum við aftur í animal controlið og þeir sögðust koma með gildru og setja fyrir utan dyrnar hjá okkur, sem gerðist svo aldrei. Við fórum enn einu sinni á skrifstofuna og kvörtuðum...*arrgh*...Þetta hefur verið algjör langavitleysa, vonandi er það búið núna.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim