þriðjudagur, maí 25, 2004

Bookmark and Share

Komin á leiðarenda


Þá erum við komin til San Ramon í Californiu. Kalli greyið þarf að vera á hótelherbergi í allt sumar...og það er ekki einu sinni sundlaug við hótelið. Ég sem var búin a hlakka til að liggja bara í sólbaði við sundlaugina með bók í hendi á meðan hann er í vinnunni á miðvikudag fram á föstudag.
Ferðin gekk mjög vel. Við keyrðum með hinum þekkta Route 66 í vesturátt, eyddum heilum degi við Grand Canyon. Við gistum tvær nætur í Las Vegas og skoðuðum Hoover Dam. Þetta er allt alveg magnað helvíti...Sérstaklega Grand Canyon, það er svo stórfenglegt að það er varla hægt að lýsa því. Svo keyrðum við í gegnum Los Angeles, þar sem við tókum rúntinn eftir Santa Monica Blvd, Sunset Boulevard og Beverly Hills. Við keyrðum Highway 1 norður eftir strönd Californiu, þar sem við keyrðum í gegnum Malibu og Pebble Beach. Stoppuðum aðeins í Pebble Beach og skoðuðum golfvöllinn þar...va-á, hann var geðveikur. Við tókum alls 445 myndir á leiðinni og því miður komast þær ekki allar fyrir á netsíðunni, ég þyrfti heldur betur að kaupa stórt netsvæði til að koma þeim öllum fyrir. En ég ætla að skrifa þær á geisladisk og koma með heim í sumar.
Við segjum nánar frá ferðalaginu seinna.

Þar til næst....

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim