laugardagur, september 25, 2004

Bookmark and Share

Það er naumast að hann flýgur hratt...


...þessi blessaði tími. Áður en maður veit af verður maður kominn á elliheimili! Ég er bara í tveimur kúrsum á þessari síðustu önn minni hér og ætti að hafa nægan tíma til að gera það sem mér sýnist. Mér finnst ég alltaf vera að gera eitthvað en samt verður mér lítið úr verki. Ætli þetta sé ekki bara spurning um skipulag, ég er óttalega skipulagslaus um þessar mundir. Verð að bæta úr því.

Við fórum út að borða með Jerod,Kate, Dave og Shirlee á fimmtudagskvöldið. Svo var förinni heitið í Northgate (þar sem pöbbarnir eru í röðum), en Jerod hugðist 'dönka' hringnum sínum. Hér ríkir sú hefð að þegar nemendur fá skólahringinn í hendur þá setja þeir hann í könnu af bjór (tæpir 2 lítrar) og þurfa svo að drekka bjórinn til að ná hringnum...þetta er kallað 'Ring Dunk'. Fólk safnast saman í Northgate og það eru mikil læti þegar hring er 'dönkað'. Jerod tókst að klára sinn bjór á 30 sekúndum, sem er mjög góður tími. Hér eru nokkrar myndir frá fimmtudagskvöldinu.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim