mánudagur, september 20, 2004

Bookmark and Share

loksins!!!


Helgin var aldeilis fín, þótt veðrið hafi verið (og er enn) allt of heitt. Við fórum á fótboltaleik á laugardaginn, sem betur fer byrjaði hann ekki fyrr en klukkan 18.00 þannig að það var ekki eins ólíft og yfir daginn. Texas A&M sigraði Clemson 27-6, frábært.
Svo fórum við í golf í gær, með Jerod. Okkur Kallla tókst báðum að spila á undir 100 höggum, ég á 98 höggum og hann á 94. Æ, ég ákvað að vera ekkert að vinna hann í gær, maður verður að vera góður við manninn sinn.
Okkur var boðið í mat í gærkveldi, til Gyðu og Jóns, en þau eru nýflutt í bæinn með börnin sín tvö, Grétu og Erik Odd. Þau bjuggu áður í Mississippi og þar áður í Austin. Það var nú svaka gott að koma til þeirra, enda gáfu þau okkur gott að borða; grillað íslenskt lambakjöt. Það er nú gott að fá Íslendinga á svæðið, sérstaklega eftir að Jói og Berglind fóru. Það var svo helvíti þægilegt að hafa þau hér beint á móti.

Best að fara að gera eitthvað af viti!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim