miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Bookmark and Share

blessuð sértu sveitin mín


Við horfðum á the Amazing Race í gær. Reyndar var það skemmtileg tilviljun því Kalli hafði boðið strákunum úr hópnum sínum í grillaðar SS pylsur (með SS sinnepi að sjálfsögðu) í gær. Það var kveikt á sjónvarpinu og það vildi svo skemmtilega til að það var akkúrat stillt á CBS. Svo byrjaði þátturinn klukkan átta og þeir voru eitthvað að fylgjast með þessu með öðru auganu...svo var tilkynnt að ferðalangarnir skyldu fara til Íslands...þá var athygli Kalla náð og hann henti spólu í tækið (ég var nefnilega í tíma til hálf níu). Úr varð bara íslenskt þemakvöld hjá strákunum því þeir fengu að sjálfsögðu líka að bragða á Siríus súkkulaði og töggum.
Í þættinum fóru keppendurnir að Seljalandsfossi, upp á Vatnajökul og Jökulsárlón og að Bláa Lóninu. Það var gaman að sjá þetta þó svo að ekki hafi mikið verið sýnt af landinu, per se. Strákarnir voru að tala um að þessir keppendur gæfu Íslendingum nú ekki góða mynd af Bandaríkjamönnum...óttalegir vitleysingar sumir...til dæmis dældi eitt parið nokkrum lítrum af bensíni á diesel jeppann...sauðir. En að sjálfsögðu komu íslenskir víkingar til bjargar og dældu af tankinum.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim