ég elska ziploc...
þessir 'renndu' plastpokar eru algjör snilld...mætti vera meira af þeim í heiminum fyrst við notum svona mikið plast hvort eð er. Osso þægilegt að frysta mat í þeim, og líka bara geyma mat til skemmri eða lengri tíma (fer eftir matnum hvað hann geymist lengi). Jú svo er auðvitað hægt að geyma margt annað en mat í þessum þrælsniðugu pokum.
Ég hef semsagt ekkert að gera núna...er búin með New York púsluspilið og Kalli er að lesa fyrir próf...boooring. Ég var ekki að kenna í gær þar sem það var frí í öllum skólunum vegna starfsdags kennara. Þess í stað var ég ofboðslega dugleg í húsmóðurhlutverkinu; ég þvoði þvott, fór í matvöruverslunina og keypti inn, svo tók ég til. Í dag varð mér aðeins minna úr verki, enda pínu löt...en ég bakaði bláberjamuffins, sem ég setti í ziploc og skellti í frystinn...osso sniðugt. Við fórum nefnilega á körfuboltaleik þar sem við horfðum á A&M rétt tapa fyrir OSU (Oklahoma State University). Þeir hefðu átt að taka þetta, strákarnir. En á leiknum voru rúmlega þrettán þúsund áhorfendur, sem er víst met á körfuknattleik í þessu húsi. Á leikinn var líka mættur George Bush eldri...osso sniðugt.
Ætli ég fari ekki bara að koma mér í háttinn áður en ég bulla úr mér allt vit...eða allavega restina af þessu litla viti sem er til staðar í kollinum. Það gerist nefnilega þannig að maður bullar svo mikið að bullið yfirtekur heilastöðvarnar og...sko, það er að gerast
Kannski heitir þetta bara svefngalsi
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim