mánudagur, ágúst 22, 2005

Bookmark and Share

orðin full...fullorðin...


Þegar maður er einn með sjálfum sér á maður það til að hugsa soldið mikið og oft hálfgert bull. Ég var að ganga í vinnuna/skólann fyrir helgi og þá fór hugurinn á flug. Ég var að hugsa hvað það er nú skrýtið að vera að fara að kenna í framhaldsskóla. Nú er maður loksins að fara út á vinnumarkaðinn fyrir alvöru og er víst orðinn fullorðinn...og fyrirmynd nemenda sinna! Þarf maður þá að fara að haga sér eins og fullorðin og virðuleg mannsveskja? Hvernig haga fullorðnir sér? Að sjálfsögðu lítur maður þær fyrirmyndir sem maður sjálfur hafði hér fyrr á árum. Til dæmis fullorðna frændur og frænkur...get ekki sagt að það sé mikill virðuleiki yfir þeim...óttalegir rugludallar, allavega þegar ættin kemur saman, en þetta er ágætisfólk upp til hópa sem gaman er að umgangast og ég tel mig ekki hafa komið mjög skemmda undan þeim. Æ, ætli það sé ekki bara best að halda sínu striki og vera áfram soldið ruglaður á sinn hátt...krakkarnir læra inn á mann með tímanum! En mér líst bara vel á Borgarholtsskóla og held að það verði bara fínt að vinna þar. Ég skal reyna að vera dugleg og láta vita af mér.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim