sunnudagur, febrúar 05, 2006

Bookmark and Share

tíminn líður hratt...


sérstaklega þegar nóg er að gera. Ég hef endurheimt manninn minn úr klóm ársskýrslu bankans, en hann vann heilu dagana og næturnar við gerð hennar. Aðalfundurinn var semsagt í gær og eitthvað bankageim á eftir. Í gær voru liðin ellefu ár frá því við Kalli kræktum í hvort annað og snæddum við á Hereford í tilefni þess. Maturinn var mjög bragðgóður, en ég hefði viljað hafa steikina meyrari og staðurinn er soldið opinn og ekkert voða kósý fyrir dúfur eins og okkur. Eftir matinn kíktum við aðeins á næturlífið, en þar sem klukkan var ekki orðin tíu voru ekki margir í bænum. Aðallega voru þar Landsbankauglur á sveimi að gera sér glaðan dag eftir fundinn, en þegar nálgast tók miðnætti fór að færast fjör í leikinn og við tjúttuðum aðeins á Thorvaldsen áður en haldið var heim á leið.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim