vanda skal valið...
Ég stóð frammi fyrir erfiðu vali: blogga eða vaska upp....blogga eða vaska upp...
ég skolaði leirtauið og settist svo við tölvuna.
Ég var að lesa Tiger blaðið (vörulistann úr Tiger búðunum) og það er bara hrein og tær snilld sem er skrifað við sumar myndirnar, ég stend mig að því að flissa við lestur þessa blaðs. Sem dæmi má nefna texta við mynd af kæligrímu, svona gríma sem maður setur í kælinn og svo yfir augun þegar maður er þreyttur eða eitthvað svoleiðis...við þá mynd stendur: "Ertu með augun á ristunum? Finnst þér þau lafa? Eða eru þau herpt? Finnurðu hrukkurnar hlaðast upp eins og fellingafjöll? Þá gætirðu átt svissneskt heilsuhæli í ísskápnum. Kæligríman fær fjöllin til að fletjast, hrukkurnar til að sléttast, já, eða hisjar augun upp um þig. Fyrir 200 kr másefa sál og líkama." Að detta þetta í hug.
Annars erum við að fara á landsleikinn á eftir, best að fara að tygja sig.
Áfram Ísland.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim