laugardagur, desember 02, 2006

Bookmark and Share

ó ljúfa líf


Í gær var síðasti kennsludagur á þessu ári. Eftir helgi byrjar svo prófatörnin og sá tími er yfirleitt ljúfur fyrir kennara. Þeir sitja yfir nokkrum prófum og fara svo yfir þau próf sem þeir leggja fyrir. Þess á milli gefst tími til undirbúinings fyrir næstu önn, já, eða fyrir jólin, en í þau eru einungis 22 dagar. Mikið rosalega líður þessi tími hratt.
Annars fýsir mig að vita hvort hún Solla mín ætli sér að fara í afmælisgöngu á morgun, og kannski einhverjir fleiri?

Við Kalli erum að fara í leikhús í kvöld. Það vill svo skemmtilega til að þetta er einmitt sama sýning og mamma og pabbi eru að fara að sjá á sama tíma, en við pöntuðum ekki miðana saman...þar voru engin samráð á ferð, einungis tilviljanir. Leikritið sem við erum að fara að sjá er Stórfengleg sem er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Ég er að spá hvort maður þurfi að taka með sér eyrnatappa þar sem leikritið fjallar um heimsins verstu söngkonu!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim