sunnudagur, desember 10, 2006

Bookmark and Share

bilun og rokrassgat


Ég er svo rosalega bjartsýn manneskja. Ég fór í Byko í gær og ætlaði að kaupa lítið og sætt gervijólatré sem ég sá í bæklingnum frá þeim. Ég mæti á svæðið og finn hvergi þetta litla og sæta jólatré, þannig að ég vind mér að starfsmanni þar (sem var rosalega upptekinn við að skrifa SMS) og spyr hann bara hreint út hvar þetta litla og sæta 90 cm tré væri staðsett í búðinni. Hann klóraði sér í kollinum og fór svo með mig þar sem nokkrum jólatrjám hafði verið stillt upp...hin og þessi tré með ljósleiðara og alles. Ég tjáði honum að ég hefði engan áhuga á ljósleiðaratré, heldur vildi ég eitt svona lítið og sætt í litlu stofuna mína. Þá grípur hann eitt ræfilslegasta tré sem ég hef á ævinni séð og sýnir mér. Þetta er tréð í bæklingnum, það kostar 990 krónur. Ég bara varð alveg kjaftstopp. Ég sá nú eins og skot að þetta var sko ekki litla sæta tré sem var í bæklingnum, þvílík auglýsingabrella. Þá færi ég nú frekar í Húsasmiðjuna og nældi mér í flottara tré þar. En þar sem fólk var gjörsamlega að tapa sér yfir jólainnkaupum þá nennti ég engan veginn að fara í aðra búð þann daginn, var búin að fá yfir mig nóg af frekjum sem hugsa bara um eigin rass og dettur ekki í huga að víkja fyrir einum eða neinum hvort sem það er í umferðinni á götum úti eða í búðum inni. Þá er nú gott að vera kennari og eiga þann möguleika að komast í búðir fyrri part dags á virkum degi, en það ætla ég að gera eftir helgina og njóta þess í rólegheitum.
Hvað segið þið annars um rokið?

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim