sunnudagur, desember 03, 2006

Bookmark and Share

amerískur sunnudagsmorgunn


Við hjónakornin áttum amerískan sunnudagsmorgun í morgun. Ég eldaði scrambled eggs (ætli það séu ekki hrærð egg á íslensku), steikti beikon og bakaði amerískar pönnukökur (sem að sjálfsögðu voru borðaðar með hlynssýrópi). Á meðan við gleyptum þetta í okkur þá horfðum við á ameríska háskólaboltann í sjónvarpinu. Já, það gerist nú varla mikið amerískara (nema að vera staddur í ameríkunni líka).
Annars er ætlunin að taka því rólega í dag, sem aðra daga, enda engin ástæða til að stressa sig yfir einu eða neinu. Hafið það sem allra allra best á þessum fyrsta sunnudegi í aðventu.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim